Kjósa sig úr vandanum

Punktar

Grikkir halda sig geta kosið sig út úr vandanum. Kusu um daginn og það gekk ekki upp. Ætla að kjósa aftur í júní. Kannski gengur betur þá. Kannski kjósa þeir bara mánaðarlega, þangað til vandamálin hverfa, kannski. Þeir eru eins og Íslendingar. Við töldum okkur geta kosið okkur út úr vandamálum IceSave. Við getum kosið aftur og aftur um IceSave, verið stolt af okkur. En IceSave fer ekki neitt, ekki frekar en vandræði Grikkja. Sum mál eru þess eðlis, að þau verða ekki kosin út úr heiminum. Af því að þau snúast um samskipti við umheiminn. Þennan stóra, vonda umheim, sem við kennum um okkar mörgu ófarir.