Frumvarp flækjufótanna

Punktar

Ótrúlega heimskuleg var meðferð flækjufótanna Jóns Bjarnasonar og Steingríms J. Sigfússonar á kvótanum. Þeir áttu að hafa þetta einfalt. Fyrna kvótann á fimm árum, bjóða árlega út fimmtung alls kvótans til fimm ára. Hæstbjóðendur hefðu fengið. Þá vissum við, hvers virði auðlind okkar er. En ráðherrarnir kusu að búa til flókna hnúta og hræra freistingum í potti. Ráðherraúthlutun kvóta lyktar af gamalli fjórflokkapólitík. Nú stendur Steingrímur með allt niðrum sig. Kominn í strand með hallærisfrumvarpið sitt. Sem þó er óralangt frá því, sem ríkisstjórnin lofaði þjóðinni í upphaflegum sáttmála sínum.