Angela Merkel Þýzkalandskanzlari gerði mistök í að styðja Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta í frönsku forsetakosningunum. Sá tapaði fyrir Francois Hollande, sem vill draga úr samevrópskri sparnaðarstefnu. Nú verður Merkel að gera hosur sínar grænar fyrir sigurvegara, sem hún hafði sjálf gert að pólitískum andstæðingi. Ekki bætir úr skák, að flokkur hennar fór um helgina illa út úr landskosningum Norður-Rínar og Westfalen. Hún hefur því veika stöðu til að fylgja eftir sparnaðarstefnu. Enda spyrja æ fleiri Þjóðverjar, hvers vegna þeir eigi að skúra eftir annálaða eyðsluseggi í Grikklandi.
