Grafa undan sjálfum sér

Punktar

Að undirlagi háskólans hafa heilar kynslóðir lagatækna gert orðhengilshátt að verkfæri sínu. Ekki er fundið út, hvað alþingismenn voru að meina, þegar þeir settu óljós lög. Fremur lesa lagatæknar úr textanum eigin meiningar og hugarflug. Ítrekað þarf að endurbæta lög, því að dómarar líta á þau öðrum augum en sjálfir höfundarnir. Komin er dómahefð, sem varðar ekki um réttlæti eða aðrar hugsjónir lagahöfundanna á Alþingi. Hæstiréttur kveður upp dóma út og suður. Núna nægir ekki prófmálið, heldur verður að flytja tugi prófmála. Dómarar köstuðu út réttlætinu og fólkið kastaði út virðingu fyrir dómurum.