Landráð gegn bófum

Punktar

Sammála Bjarna Benediktssyni. Fjármálaeftirlit af hálfu evrópskra samtaka væri stórkostlegt valdaframsal. Hugsið ykkur evrópska kontórista horfa yfir axlir íslenzkra bankabófa síðasta árið fyrir hrun. Þá hefðu verið þröngir kostir við að stela tugum milljarða. Þá hefði verið þungt í vöfum að vefja vafninga í Macau til að koma Sjóvá á hausinn á kostnað fátækra. Völd hefðu verið stórskert hjá Davíð í Seðló og Jónasi í Eftirlitinu. Í staðinn hefðu baneitraðir kontóristar evrópskir verið með nefið niðri í hvers manns koppi. Ojbara. Við sjáum eins og Bjarni, að svoleiðis landráð koma ekki til greina.