Þjóðrembingar flytja okkur sögur um tilganginn með leigu á Grímsstöðum á Fjöllum. Þar eigi að reisa hafskipahöfn, þótt jörðin sé í 400 metra hæð langt inni í landi. Þar eigi að hefja hrísgrjónarækt í samkeppni við hinn heilaga islenzka landbúnað. Þar eigi að koma upp fjarskiptamiðstöð í samkeppni við netþjóna. Þar eigi að búa til alþjóðaflugvöll með kínversku landamæraeftirliti. Þar eigi að koma fyrir offjölgun Kínverja heima fyrir. Að baki er sú vænisýki þjóðrembinga, að Kínverjar hyggist yfirtaka Ísland. Ögmundur Jónasson spilar hlutverk Jóhönnu af Örk í varnarstríði vænisjúkra.
