Kvótinn hefur lekið suður

Punktar

Fyrirhuguð auðlindarenta kvótagreifa til þjóðarinnar er sögð vera skattur á landsbyggðina. Landssamtök kvótagreifa hamra á þessu í auglýsingum, er kosta tugi milljóna króna. Sé þetta byggðaskattur, leggst hann þyngst á Reykjavík, höfuðborgarsvæðið og suðvesturhorn landsins. Kvótinn hefur hratt verið að færast til höfuðborgarsvæðisins, enda búa þar flestir stóru kvótagreifarnir. Reykjavík er sjálf komin með 15% kvótans og suðvesturhornið með 36% kvótans. Vestfirðir og Austfirðir hafa látið undan síga á valdaskeiði kvótagreifanna. Við óbreytt ástand mun allur kvóti smám saman leka til höfuðborgarsvæðisins.