Sykurinn drepur okkur

Punktar

Líkamleg hnignun þjóða er þegar hafin í Bandaríkjunum og Íslendingar koma næst á eftir. Sykursýki mun tuttugfaldast á næstu áratugum. Þróunina má sjá í hratt aukinni offitu. Orsökina er svo að finna í röngum lífsstíl. Annars vegar í hreyfingarleysi og hins vegar í röngu mataræði. Mesti bölvaldurinn er sykurinn. Hann er alls staðar, einkum þó í sykruðum drykkjum, sælgæti og skyndibita. Í stað hófáts kemur ofát og síát, sem magnast upp í óseðjandi fíkn. Vilhjálmur Ari Arason læknir segir í grein í Eyjunni í dag, að þetta sé faraldur sykurfíknar. Börn og unglingar séu snemma komin með sykuróþol.