Samsærið finnst ekki

Punktar

Flestir vita sjálfir, hvers vegna þeir hyggjast styðja einhvern frambjóðanda umfram aðra í kosningum. Þar á meðal í forsetakosningum. Stuðningsfólk Þóru Arnórsdóttur veit nákvæmlega um það eins og aðrir vita um sínar ástæður. Það veit, hvort það gerir það vegna Samfylkingarinnar, Evrópusambandsins eða einhvers annars. Raunverulegu forsendurnar smitast ört út. Mun örar en andóf Eyjunnar, Pressunnar og Páls Vilhjálmssonar gegn framboði Þóru. Það sáum við hvellt og skýrt um páskana. Því er vonlaust að reyna að breiða út vænisjúkar samsæriskenningar. Sem fólk veit sjálft tugþúsundum saman, að eru rangar.