Erfiðleikar okkar í samskiptum við siðblindingja felast í, að þeir eiga svo auðvelt með að dyljast. Þeir gera sér upp viðmót og heilar persónur eftir þörfum hverju sinni. Eiga til dæmis fremur auðvelt með að heilla þá, sem starfa að mannaráðningum. Frægt er, hversu oft Capacent hefur ráðið slíka í ábyrgðarstöður stórfyrirtækja og lykilstofnana, til dæmis Bankasýslunnar. Eftir hrunið sáum við afrek siðblindingja gömlu bankanna. Samt hefur slíkt fólk verið ráðið til að stjórna nýju bönkunum. Sjáum þetta sama hjá Samherja og kvótagreifum. Siðblindingjar gamla Íslands hafa enn heljartök á þjóðinni.
