Fjármálaeftirlitið stóð ekki vaktina á valdatíma Gunnars Andersen. Honum ber að hafa eftirlit með skilanefndum og slitastjórnum. Hefur samt leyft Dróma hf. að vaða uppi í samfélaginu. Þeirri skilanefnd Spron stjórnar Ingólfur Friðjónsson með taumlausri græðgi og hótunum. Skeytir hvorki um skömm né heiður. Reynir að margfalda skuldbindingar skuldunauta umfram leiðbeiningar stjórnvalda. Hefur ekki einu sinni innheimtuleyfi, en er samt með langa röð inheimtumála, aðfara og uppboða í gangi. Umbi skuldara hefur ítrekað kvartað yfir Dróma. Sem keyrir samt enn á fullu undir verndarhendi Gunnars Andersen.
