Teymdir á asnaeyrunum

Punktar

Eignahrun lífeyrissjóða stafaði ekki af skorti á fjárfestingar-tækifærum eins og verkalýðsrekendur fullyrða. Síðustu misserin fyrir hrun fjárfestu sjóðirnir óábyrgt. Stjórnendur þeirra létu bófaflokka á borð við Exista og Baug teyma sig á asnaeyrunum. Fylgdust ekki með markaðinum og flutu sofandi að feigðarósi. Trúðu í blindni á gargandi snilld bófa, sem féflettu sjóðina. Létu þá draga sig í boðsferðir um heiminn til að tosa frá sér féð. Hagsýnar húsmæður hefðu aldrei fjárfest í slíku rugli. Atvinnu- og verkalýðsrekendur sviku þjóðina rétt eins og útrásarbófarnir, Flokkurinn og forseti Íslands.