Ímynduð vandræði

Punktar

Fjölmiðlar hafa talið þjóðinni trú um, að hér sé allt á hverfanda hveli. Í rauninni er ástandið harla gott svona skömmu eftir hrun. Auglýsingar eftir starfsfólki belgjast út og erfitt er að fá fólk í vinnu. Erlendar stofnanir setja Ísland ofarlega í röð sem álitlegan fjárfestingarkost, því umbúnaður erlendra fjárfestinga sé vinsamlegur. Svokallaður hagvöxtur er mikill og fer vaxandi. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn stillir Íslandi upp sem fyrirmynd í viðreisn efnahags. Fjölmiðlar þjóna hins vegar hagsmunum þeirra, sem tala niður hagkerfið. Þeim hefur tekizt að telja þjóðinni trú um vandræðaástand.