Andóf í Wall Street

Punktar

Hundruð manna sváfu í nótt á götunum í Wall Street. Það er líður í andófi, sem á að halda áfram næstu daga. Fólk andmælir ofurvaldi banka og peninga á bandarískri pólitík. Þar eru forsetinn og allir þingmenn á framfæri auðsins og gæta hagsmuna hans. Þess vegna eru skattgreiðendur látnir bera tjónið, þegar bankar fara á hausinn. Fallbankastjórar halda samt ofurlaunum sínum. Athyglisverðast við andófið er, að allur þorri bandarískra fjölmiðla lætur sem ekkert sé. Enda eru fjölmiðlarnir angar af ofurvaldi auðsins og sjá bara það, sem auðmenn vilja sjá. Vonandi verður andófið upphafið að breytingum.