Er ósáttur við uppkast að stjórnarskrá á vef Stjórnlagaráðs. Þar er hvergi sagt, að fjármál séu ekki einkamál. Bankaleynd er ekki bönnuð. Einkalíf fjármála og bankaleynd leiddu þó yfir okkur hrun. Ekki er heldur gefið val um allt landið sem eitt kjördæmi, þótt það hafi verið vilji þjóðfundarins. Ekki er tekið á róttækri tæknihyggju dómstóla. Réttindi eru heft: Skorður við tjáningarfrelsi eru sagðar geta talizt “nauðsynlegar”. Hver ákveður? Og um leyndina segir, að fyrir henni geti verið “brýnar og rökstuddar” ástæður. Hver ákveður? Uppkastið er útvötnuð útgáfa af þjóðarvilja þjóðfundarins.
