Sköttum bófana burt

Punktar

Lítil ástæða er til að taka mark á hugmyndum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um frekari skattahækkanir. Hagfræðingar sjóðsins hafa ævinlega haft lítið vit á hagfræði. Lesið bara Globalization and its Discontents eftir Joseph Stiglitz nóbelshagfræðing. Að vísu má einfalda vaskinn með því að fækka þrepum og lækka hæsta þrepið. Og auðlindaskattur er meira en sjálfsagður og mætti þar á ofan margfaldast. Vafasamt er hins vegar að breyta fjármagnstekjuskatti í eignaskatt. Sjóðurinn telur, að bófar muni flýja land vegna óbeitar þeirra á fjármagnstekjuskatti. En því miður er bara fínt, að bófarnir flýi landið.