Þingmenn bila einn af öðrum

Punktar

Steingrímur J. Sigfússon bilar í kvótamálinu, sömuleiðis Þuríður Bachmann. Kristján L. Möller bilar og sömuleiðis Sigmundur Ernir Rúnarsson. Þetta eru allt þingmenn Norðausturkjördæmis, þar sem gullið ljómar af Samherja inn um alla afdali. Þjóðin á litla von, þegar voldugustu og auðugustu sérhagsmunir landsins grípa til vopna. Ólína Þorvarðardóttir bilar að vísu aldrei. En Alþýðusambandið bilar, enda eru ráðamenn þar réttnefndir verkalýðsrekendur. Frumvörp Jóns Bjarnasonar verða ekki rædd á þingi í sumar, enda illa smíðuð. Kostur þeirra er sá einn, að fínt hefði verið að rífast um þau í allt sumar.