Maðurinn með korselettið

Punktar

Birgir R. Baldursson háðfugl birtir upprunalegu og óritskoðuðu photoshop ljósmyndina úr fáránlegu auglýsingunni á forsíðu símaskrárinnar. Útgáfan, sem rambaði á forsíðuna, er hins vegar gróflega fótósjoppuð. Til að telja notendum trú um, að hinn fáránlegi hafi gengið í korseletti frá fæðingu. Rétta útgáfan frá Birgi hefði aukið útbreiðslu ritsins. Enda ekki vanþörf á, því að Hugleikur Dagsson hætti að gleðja okkur með nöpru háði í símaskránni. En öll er umræðan óþörf. Símaskráin hefur sungið sitt síðasta. Í fjögur ár hef ég bara flett í henni til að leita Hugleik uppi. Takk fyrir, Birgir.