Ég hef verið makka-maður frá upphafi, hef aldrei lært á tölvu. Man enn eftir Apple II og III. Alla mína hundstíð hef ég bara notað makka, jafnvel þegar ég var ritstjóri dagblaða, sem notuðu fáránlegar tölvur frá Norsk Data. Bjó til ritstjórnarforrit á makka, hrossaættfærsluforrit á makka og set allan minn texta í gagnagrunna á makka. Hef þess vegna aldrei lent í vírusum eða skyldum vandræðum. Alltaf hlógu fíflin að okkur mökkurum. Ekki lengur, þegar iPod og iPhone og iPad hafa sigrað heiminn. Ég held áfram með makka, unz ég dey. Væri ég að byrja í bransanum, mundi ég samt veðja á Linux og Android.
