Kristján Loftsson gafst upp

Punktar

Kristján Loftsson í Hval ætlar ekki að hefja hvalveiðar á tilsettum tíma. Segist skoða málið í lok júlí, en þá er tímabilið vel á veg komið. Hann fer ekki að gangsetja hvalveiðibáta og Hvalfjarðarstöð í lok vertíðar. Því er óhætt að fullyrða, að engin stórhvalaveiði verður í sumar. Kristján segir það kjarnorkuslysinu í Japan að kenna. Bannhelgi hvílir á að viðurkenna, að markaður hefur lengi enginn verið í Japan og hvalkjötið selst alls ekki. Sú er hin raunverulega ástæða þess, að stórhvalaveiði leggst niður. Hins vegar verður hrefna veidd, því að örlítill innlendur markaður er fyrir hrefnukjöt.