Hefðin eða hefndin

Punktar

Andrés Magnússon stjórnlagaráðsmaður vill afturvirka eignaupptöku hjá þeim, sem græddu á umsvifum, er leiddu til hrunsins. Væri hefnd þjóðar, sem nær ekki löglegum böndum á skúrkana. Stríðir gegn réttarhefðum á borð við bann við afturvirkni laga og réttláta málsmeðferð. Þjóðin getur auðvitað ákveðið í stjórnarskrá að víkja hefðum til hliðar við tilteknar aðstæður. Í þessu tilviki kannski bara til að sefa reiði fólks. Annar stjórnlagaráðsmaður, Pawel Bartoszek, varar við plaggi Andrésar, telur hefðina betri en hefndina. En því meira sem uppgjör við bófana dregst, þeim mun léttvægari er hefðin.