Núningur í Stjórnlagaráði

Punktar

Óþægilegt er, að Stjórnlagaráð kemur sér ekki saman um formennsku í ráðinu og nefndum þess. Bendir til, að pólitískir flokkadrættir hafi myndazt þar. Þjóðin hefur ekki ráð á slíku rugli þar til viðbótar því feni, sem við sjáum á Alþingi og annars staðar í pólitík. Vonandi verður málflutningur þó betri í Stjórnlagaráði en í hálftíma hálfvitanna á Alþingi. Við fáum að fylgjast vel með honum, svo að það kemur fljótlega í ljós. Miklar væntingar eru til ráðsins í mikilvægum þjóðþrifamálum, þjóðareign kvóta og kjördæmaskipan. Og vonandi hangir Alþingi nógu lengi til að kjósa um niðurstöðu Stjórnlagaráðs.