Formannsdagar Bjarna eru taldir

Punktar

Meirihluti kjósenda allra flokka studdi skoðun formanns síns á IceSave. Nema kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Þeir höfnuðu skoðun formannsins með miklum meirihluta. Persónulegur ósigur Bjarna Benediktssonar. Hans dagar sem formanns eru taldir. Sigurvegari flokksins var fyrst og fremst Davíð Oddsson ritstjóri og höfundur hrunsins. Hann mun stjórna því, hver verður formaður í þessum ömurlega flokki, sem vangefin þjóð flykkir sér um. Með Bjarna mun falla Tryggvi Þór Herbertsson, sem barðist þó fyrir málstað sínum, sem aumur formaður megnaði ekki. Náhirðin fær svo að stýra þjóðinni út í nýtt hrun.