Guðbergur um einangrun

Punktar

“Allt í lagi, þetta hefur komið fyrir okkur, þetta er okkar sjálfskaparvíti, nú stöndum við saman og verðum eins og áður var. Þegar skip fórst tók öll þjóðin þátt í harminum. Það sem sameinaði þjóðina var harmurinn. Þetta mundi líka sameina þjóðina ef hún myndi ekki borga, einangrast og standa bara með sjálfri sér. Vera ekkert að hugsa um það hvaða álit hinn stóri heimur hefur á okkur. Stóri heimurinn hugsar ekkert mjög mikið um okkur. Þannig hugsa íslenzkir einangrunarsinnar samkvæmt orðum Guðbergs Bergsson rithöfundar. Við erum þjóðrembd eyþjóð, sem telur sig standa eina í óvinveittum heimi.