Ragnar er siðblindur

Punktar

Ragnar Önundarson sér ekki eigin tölvubréf. Þau sýna, að hann var höfuðpaur í samkeppnisbrotum krítarkortafyrirtækja. Hann segir, að eigendur og stjórn fyrirtækisins beri ábyrgð. En ekki framkvæmdastjórinn, sem sendi ósiðlegu tölvubréfin, er hann vildi síðan láta eyða. Sakar Samkeppniseftirlitið um að leka gögnum um sig. Sér ekkert rangt við gerðir sínar. Segir ekki af sér trúnaðarstörfum hjá lífeyrissjóðunum vegna efnisatriða. Heldur vegna kröfu annarra, stéttarfélagsins VR og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Ragnar er dæmi um siðblinda fólkið, sem enn stjórnar öllum fjármálafyrirtækjum landsins.