Fyrir ári voru 60% þjóðarinnar andvíg IceSave III. Andstaðan hefur minnkað vegna tilkomu IceSave IV. Stærsti flokkur landsins hefur fallizt á nýju útgáfuna. Gizka á, að andstaðan hafi minnkað um helming, nemi núna 35%. Það eru margir kjósendur, líklega 80.000, en samt enginn meirihluti. Þessa dagana er flaggað fölsun, þar sem tæpir 40.000 eru sagðir hafa skrifað gegn IceSave. Sú kosning er fölsuð, enda getur enginn kannað, hvort einhver hafi þar notað nafn hans og kennitölu. Illu heilli var aðferð Indefence fyrir ári ekki höfð að fyrirmynd. Falsararnir geta þess vegna afhent forsetanum alla þjóðskrána.
