Fái dómurinn að standa um einkamál Eiðs Smára Guðjohnsen, hlýtur sama að gilda um aðra útrásargreifa. Fjölmiðlar mega ekki fjalla um fjármál þeirra. Þótt þeir hafi skafið bankana að innan og tekið ofurlán án gildra veða. Skilið rústir eftir á kostnað skattgreiðenda. Héraðsdómur Reykjavíkur telur slíkt vera einkamál viðkomandi greifa. Gæti skaðað börnin, ef fjölmiðlar væru að hnýsast í viðkvæm persónuleg peningamál. Viðamestu glæfrar, sem drýgðir hafa verið hér á landi, verða bara einkamál. Það skaðar persónu greifanna, sé skrifað um framferðið. Siðblind Hervör Þorvaldsdóttir dómari.
