Jóhanna forsætis hefur engu svarað aðfinnslum um fölsun á upplýsingum um greiðslur til ráðgjafa. Guðlaugur Þór Þórðarson nafngreinir menn, sem eiga að vera á listanum, en eru þar ekki. Í stað þess að svara segir Jóhanna, að spurningin sé “alvarleg aðför að starfsheiðri starfsmanna Stjórnarráðsins”. Gamalt trikk að fela sig bak við kontórista. Þetta einkennir Jóhönnu eins og Steingrím J. Sigfússon og aðra pólitíkusa af gamla skólanum. Þeir snúa út úr og svara í klisjum og fela sig einkum bakvið nafnlausa kontórista. Stjórnin syngur gegnsæi lof og prís, en praktíserar leyndó, hvenær sem færi gefst.
