Wikileaks ritskoðaði diplómatapósta sendiráðanna áður en þeir voru birtir. Sama var gert við stríðspóstana frá Írak og Afganistan. Til þess að vernda viðkvæmar upplýsingar. Þannig komst Wikileaks í hóp ritskoðara. Ekki dugði það, því að óritskoðaðar útgáfur af efni Wikileaks eru fáanlegar. Það, sem lekur til Wikileaks, lekur frá Wikileaks. Stafræn gögn þekkja nefnilega enga ritskoðun, þau bara leka og leka. Bandarísku gögnin voru í höndum hundraða þúsunda, sem höfðu rétt á að sjá leyndargögn. Það eru fleiri en þrír, sem er ávísun á vanda. Þjóð veit, þá þrír vita. Og bankar leka líka, sem betur fer.
