Framboðstalan er 9915

Punktar

Framboðstala mín til stjórnlagaþings er 9915. Ég er óháður frambjóðandi og hef aldrei étið úr lófa valdamanna í pólitík eða fjármálum. Hef fjallað um þjóðmál eins og þau eru og fátt dregið undan. Á stjórnlagaþingi þarf Ísland að hafa algerlega óhrædda fulltrúa, sem taka ekki allt trúanlegt, skyggnast undir yfirborð. Ég styð niðurstöður þjóðfundarins og mun flytja þann málstað inn á stjórnlagaþing, nái ég kjöri. Tel, að þjóðin þurfi nýja stjórnarskrá, sem hefjist á sáttmála hennar við sjálfa sig. Skoðanir mínar á öllum sviðum stjórnlagaþingsins má finna á heimasíðu minni. Munið framboðstöluna: 9915.