Aðeins tveir fjölmiðlar virða stjórnlagaþingið viðlits, DV.is og Svipan.is. DV.is ber af með löngum spurningalista og greinum frambjóðenda. Aðrir miðlar sinna ekki borgaralegu skyldu. Ríkisútvarpið, Vísir og Mogginn bjóða bara auglýsingapakka, sem nánast allir hafna. Lítt þekktir frambjóðendur eru að vonum ósáttir við þetta forkastanlega afskiptaleysi. Einkum er blóðugt, að miðill, sem þiggur árlega hundruð milljóna af almannafé, vanræki hlutverkið. Væri kosningabaráttan í formi fótbolta, mundi útvarp allra landsmanna vakna til lífsins. En mér sýnist það almennt vera að gefast upp á lífsbaráttunni.
