Fráleitt er að leyfa sölu Sjóvá til Heiðars Más Guðjónssonar, sem réðist á krónuna. Við höfum fengið upp í háls af slíkum greifum. Þorbjörn Þórðarson skrifar skrítna frétt á visir.is um, að ýmsir aðilar tefji eðlileg málalok. Gefið er í skyn, að óvild Más Guðmundssonar seðlabankastjóra standi í vegi sölu. Svo og sérlunduð sjónarmið tveggja skilanefndarmanna Glitnis. Segir Þorbjörn að Seðlabankinn geti bakað sér og ríkisvaldinu skaðabótaskyldu, nái salan ekki fram. Í fréttinni þrýstir málgagn fjárglæframanna fram hagsmunum hræfugls, sem þjóðin fyrirlítur. Hann á að hverfa alfarið frá landinu.
