Álver byggt á sandi

Punktar

Álver í Helguvík fær litla orku. Traustust eru 80 megawött frá Landsvirkun, sem koma kannski frá Búðarhálsvirkjun. Ég geri þá ráð fyrir, að Landsvirkjun forðist gjaldþrot með okri á fólki. HS Orka hugðist stækka Reykjanesvirkjun um 80 megavött og keypti túrbínu í bráðræði. Óvíst er, hvort orkan fæst, því að svæðið er nánast fullnýtt. Enn síður, hvort fyrirtækið hafi yfirleitt ráð á að virkja. Loks átti að fá 140 megavött hjá Orkuveitunni. Hún hyggst samt bjarga sér undan gjaldþroti með því að virkja ekki! Og svo auðvitað með okri á notendum að venju. 450 megavatta álver í Helguvík er því byggt á sandi.