Hús Maríu guðsmóður

Ferðir

María guðsmóðir er víðar tignuð en í kaþólsku. Tyrkneskir múslimar virða minningu hennar, enda telja þeir son hennar vera spámann. Nálægt Efesos er Maríuhús, Meriemana. Jóhannes postuli lofaði Kristi á krossinum að vernda hana. Fór með hana til Efesos. Þar er hún sögð hafa búið í litlu húsi, sem er til sýnis fyrir kristna og múslima. Helgi hefur verið á þessu húsi öldum saman. Allt getur þetta passað, því að hlutar hússins eru 2000 ára gamlir. Páfar hafa heimsótt húsið, þar á meðal þeir síðustu. Í Tyrklandi er mikið af kirkjum, sem múslimar láta í friði. Sú fræga Soffíukirkja er í Miklagarði.