Séríslenzk spilling felst í að víkja bara af fundi, þegar svindla skal. Þannig vék formaður skilanefndar Landsbankans af fundi, þegar lögmannsstofu hans voru gefnar 250 milljónir fyrir að skrifa eitt innheimtubréf. Þannig víkur eiginkona af fundi bankastjórnar Kaupþings, þegar mál eiginmanns koma þar upp. Kaupþing er lánveitandinn og Eik er skuldarinn. Eiginkonan stjórnar í bankanum og eiginmaðurinn rekur fyrirtækið. Með dularfullum hætti hefur það komizt upp í sextán milljarða skuld við bankann án þess að nokkur nothæf veð séu til. Eiginkonan er tilnefnd í bankastjórnina af Sjálfstæðisflokknum.
