Ómar Ragnarsson lét plata sig. Kvartar um, að andófsfólk hafi sparkað í höfuð löggu. Ég tel, að sá atburður hafi ekki gerzt. Né, að andófsfólk hafi sótt járnstengur til að lemja löggur. Andófsfólk hefur lagt fram myndskeið og myndir máli sínu til stuðnings. Slíkt hefur löggan ekki gert. Hún hefur oft áður verið staðin að lygi um framgöngu í andófi. Sem betur fer gefa myndsímar andófsfólki tækifæri til að andmæla lygum hennar. Þess vegna segi ég við Ómar í fullri vinsemd: Varaðu þig á orðum löggunnar. Og varaðu þig á fjölmiðli, sem lepur lygar löggunnar. Ég er þar að tala um ríkissjónvarpið.
