Leitun er að innlendum eða erlendum fjármálafræðingi, sem telur Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hafa vit á peningamálum. Ráðgjöf og kröfur sjóðsins eru fordæmdar um allan heim, af nóbelshagfræðingum jafnt sem öðrum. Tilraunir til að halda uppi vöxtum á Íslandi eru dæmi um trúarofstæki hans. Ráðamenn sjóðsins ímynda sér, að tröllatrú á Chicago-hagfræði sé allra meina bót. Skrítnast er, að þeir skuli ekki hafa vit á að skammast sín eftir hrakfarir sjóðsins í ógrynni af ríkjum þriðja heimsins. Svo virðist sem engin leið sé að fá vit í ráðgjöf og kröfur þessa algerlega gæfulausa frjálshyggjusjóðs.
