Ef allar eignir IceSave innheimtast, þarf ríkið samt að borga 300 milljarða í vexti. Það gera þrjár milljónir á hvert mannsbarn í landinu. Margfalt verra en hinir illræmdu Versalasamningar. Ef eignirnar innheimtast ekki að fullu, þarf ríkið að borga 200 milljarða til viðbótar. Alls gera þetta sex milljónir á hvert mannsbarn í landinu. Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu finnt það hlutskipti sæmandi Íslendingum framtíðarinnar. Í stuttu máli er samningurinn um IceSave rugl frá upphafi til enda. Það er ekki 500 milljarða virði að hafa fjölþjóðastofnanir í góðu skapi.
