Hinn nýi Versalasamningur

Punktar

IceSave samningurinn er eins ógildur og Versalasamningurinn var. Viðurkennt er í fjölþjóðarétti, að nauðasamningar gilda ekki. IceSave samningurinn er fjárkúgun hins sterka. Bretland og Holland fengu Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið í lið með sér. Einnig frændríki okkar á Norðurlöndum. Niðurstaðan var einhliða samningur, sem samsvarar skilyrðislausri uppgjöf í hernaði. Ísland hafði lítið sem ekkert um niðurstöðuna að segja. Hún er aðför að þjóðinni og einkum þó er hún aðför að börnum okkar og barnabörnum. Niðurstaðan er jafn siðlaus og Versalasamningurinn var á sínum tíma.