Erfingjar Soffaníasar Cecilssonar hf. eru frægustu kvótakóngar landsins um þessar mundir. Sigurður Sigurbergsson og Rúnar Sigtryggur Magnússon hafa veðsett áður stöndugt fyrirtæki upp fyrir haus. Meðal annars veðsettu þeir kvótann eins og aðrir kvótakóngar. Tekjurnar notuðu þeir í loftbólur, sem eru glataðar. Fyrirtækið er gjaldþrota kruss og þvers, haldið á floti af bankanum. Sigurður og Rúnar hafa nú selt sjálfum sér fiskiskip, fiskiðnað og kvóta fyrirtækisins út úr fyrirtækinu. Þannig að engin veð standa þar eftir fyrir 7,5 milljarða skuld. Landsbankinn lét þetta viðgangast og er samsekur.
