Mér finnst tvöfalt gengi á krónunni ekki geta gengið lengur. Eitt gengi hér innanlands og annað úti í Evrópu. Mér finnst ekki geta gengið lengur, að erlendur gjaldeyrir komi ekki í Seðlabankann, þrátt fyrir mikinn útflutning. Mér finnast dauðrotunarvextir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins ekki geta gengið lengur. Þeir eru ættaðir frá sértrúarsöfnuði, sem ræður sjóðnum, en á sér ekki hagfræðilegar forsendur. Enn einu sinni er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að setja samfélag á hausinn með umdeildum lækningum. Ríkisstjórnin þarf að berja í borð landstjórans, fá höftin afnumin og stýrivextina stórlækkaða.
