Góð er tillaga vinstri grænna um endurvakinn hátekjuskatt, en frábær er tillaga flokksins um hærri fjármagnstekjuskatt. Hann er núna aðeins 10% og á að hækka í 14% samkvæmt tillögunni. Það er raunar lág tala í samanburði við 38% skatt á launatekjur. Sama prósenta ætti að vera í skatti á tekjur af fjármagni og vinnu. Hófsamur er 3% viðbótarskattur á tekjur yfir 500 þúsund og 8% viðbótar skattur á tekjur yfir 800 þúsund. Nærtækara er þó að setja hærri skattprósentur á enn hærri tekjur. Í framhjáhlaupi er þó hætt við, að lítið fáist úr skattþrepum í samanburði við við hærri fjármagnstekjuskatt.
