Í sundlauginni á Nesinu heilsa 70%, 20% taka undir kveðju og 10% stara bara í gólfið. Hlutföllin eru öfug í ræktinni við hliðina. Þar heilsa 10%, 20% taka undir kveðju og 70% stara í gólfið. Að nokkru skýrist þetta af aldri, í sundinu er roskið fólk og ungt fólk í ræktinni. Kurteisi í sundi er þó ekki eins mikil og kurteisi á vesturströnd Írlands. Þar heilsa þér allir, hvort sem er á gangstétt eða úti á vegi. Ég var á bílaleigubíl milli sjávarþorpa og varð að veifa fólki þúsund sinnum á dag. Írar eru kurteisari en nokkur önnur þjóð, sem ég hef hitt. En líkamsræktarfólk er óvenjulega sjálfmiðjað.
