Eitt prósent var það, sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn þoldi. Hann stjórnar Seðlabankanum. Við þessu er ekkert að gera. Verst er, að hagfræði Sjóðsins er vond og hefur alltaf verið. Hann hefur víða um heim gert óskunda. Verst er, að hann metur peninga framar öllu öðru. Fyrsta lögmál sjóðsins er, að eigendur fjármagns fái allt sitt til baka. Sjóðnum er andskotans sama um allt fólk, það getur bara étið það, sem úti frýs. Sautján prósent vextir eru auðvitað manndrápsvextir í hagkerfi, sem liggur afvelta. Sautján eða átján prósent? Hvort tveggja svífur hátt yfir greiðslugetu fólks og fyrirtækja.
