Við sjáum, að bankarnir voru reknir af blöndu glæpa og glapræðis. Þeir voru miðstöð sjálftökumanna. Eigendur hirtu allt fyrirfinnanlegt fé og lánuðu sér gegn marklausum veðum. Stjórarnir höfðu frumkvæði að skattaskjólum til að stela undan skatti. Þeir höfðu frumkvæði að kúlulánum, sem áttu að gera menn að millum með veði í verðlausum einkahlutafélögum. Rekstur einkabanka var samfellt svínarí fram að hruni. Samt ganga bankastjórar og deildarstjórar bankanna enn lausir. Viðskiptaráðherra er sallarólegur og talar um afnám bankaleyndar á næsta kjörtímabili. Við lifum semsé enn á vitfirringahæli.
