Bankaleynd afsköffuð á klukkutíma

Punktar

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir fráleitt, að bankaleynd nái yfir hundraða milljarða lán banka til eigenda sinna. Hann vill setja lög, sem banni slíka túlkun. Hann vill bara ekki gera það strax, gerð frumvarps taki langan tíma. Hann segir það vera verkefni eftir kosningar. Hvað er maðurinn að tala um? Veit hann ekki, að samfélagið er núna á hvolfi út af misnotkun bankaleyndar. Tryggja þarf, að hún spilli ekki rannsóknum núna. Ekki bara einhverjum rannsóknum á næsta kjörtímabili. Það tekur bara klukkustund að þýða lista frá Evu Joly og leggja fram frumvarpið strax. Strax á morgun.