Fjórðungur íslenzkra kjósenda er bundinn Flokknum sem hann væri íþróttafélag og læonsklúbbur og Microsoft. Fólk er sjálfstæðisfólk af lífsstíl. Það er yfirlýsing um aðild að yfirvaldinu. Slíkt hentar yfirleitt í vinnunni, enginn er rekinn út á slíka pólitík. Þessi fjórðungur mundi styðja flokkinn, þótt þingmenn hans væru staðnir að mannáti. Að styðja Sjálfstæðisflokkinn er sumpart eins og að styðja KR. Sumpart eins og að vera í Læons. Sumpart eins og að nota Windows. Fjórðungur þjóðarinnar styður því Flokkinn sinn, þótt oddvitar hans og einkum stefna hans hafi gert þjóðina gjaldþrota.
