Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur frumvarpi um stjórnskipunarlög. Honum finnst of dýrt að hafa hér stjórnlagaþing næstu tvö ár. Hann vill ekki, að náttúruauðlindir verði þjóðareign, að minnsta kosti ekki útgerðarkvótinn. Sjálfstæðisflokkurinn tekur alltaf hagsmuni hinna fáu fram yfir hagsmuni fjöldans. Hann er sérfræðingur í að nota atkvæði fátæklinga til að hlaða undir auðmenn. Þess vegna var ekkert gert í fjárglæfrum auðmanna frá hruni fram að stjórnarskiptum. Síðustu tvo áratugi hefur Sjálfstæðisflokkurinn rekið harða frjálshyggju og markvisst unnið að auknum aðstöðumun stéttanna.
