Landsvirkjun rúllar líka

Punktar

Gaman verður að sjá upplitið á sjálfstæðinu, framsókn og frjálslyndum, Össuri olíufursta og Björgvin Sigurðssyni. Ekkert ál hefur verið flutt út nokkra mánuði og ekkert verður flutt út næstu tvö ár. Geymslurnar eru að fyllast. Bræðslurnar eru sumar næstum komnar á hausinn, einkum Norðurál með Hvalfjörð og Helguvík. Síðan ramba Rio Tinto og Alcoa. Bræðslurnar hætta að lokum að geta borgað orkureikninginn og Landsvirkjun rúllar fyrir rest. Þingmenn verða settir í búr á Austurvelli fyrir að hafa heimtað álver. Sultardropar Húsvíkinga lengjast niður á bringu, ekkert álver á Bakka.