Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið heldur ekki opinberar yfirheyrslur. Þótt það sé gert í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar. Formaðurinn telur hættu á, að þar með yrði rofinn þagnarmúr um fjármál einstaklinga. Páll Hreinsson er hlynntur þagnarmúrum. Samdi og túlkaði lög um upplýsingaskyldu stjórnvalda. Þau fela í sér, að nánast ekkert sé gefið upp. Ég hef áður lýst vantrausti á, að nefnd Páls komizt að nothæfri niðurstöðu. Nú þarf gegnsæi, en ekki persónuleynd. Samkvæmt frumvarpi um saksóknara verður bankaleynd afnumin. Brottfall leyndar þarf að ná til vanhæfrar rannsóknarnefndar.
